Það er ekki auðvelt að vera grænn
Höfundur: dr. Deborah Allen,
  University of Delaware 

   1. hluti 

DDT var fyrst notað í miklu magni á Ítalíu í heimsstyrjöldinni síðari - föt og rúmföt herliðs bandamanna og um 1,3 milljóna óbreyttra borgara (þar á meðal flóttamanna) voru úðuð með DDT til að koma í veg fyrir útbreiðslu  taugaveiki og annarra sjúkdóma sem bárust með flatlúsum. DDT gaf fyrirheit um óskaðlegt og um leið árangursríkt skordýraeitur sem hefði eitthvað að segja, “DDT kemur til með að verða mikilvægasta framlag seinni heimstyrjaldarinnar til heilbrigðismála í heiminum”.  

Stuttu síðar varð DDT fyrir valinu sem skordýraeitur í auglýsingum margra landbúnaðarvara og þar sem það var svo áhrifaríkt gagnvart útbreiðslu malaríu af völdum moskítóflugna öðlaðist það fljótt alþjóðaviðurkenningu. 

Það var ekki fyrr en um 1960 að fólk fór að hafa áhyggjur af afleiðingum DDT á umhverfið og íbúa þess. Tengdist það fugla- og fiskadauða og öðrum vistfræðilegum hörmungum. DDT var bannað í Bandaríkjunum upp úr 1970 og önnur iðnríki fóru að dæmi þeirra næsta áratuginn. Samt sem áður hélt Alþjóða­heilbrigðis­stofnunin [WHO] áfram að styðja notkun DDT í baráttunni gegn malaríu. 

Ræðið eftirfarandi spurningar: 

1.      Hvað vitum við um DDT, og hvers vegna það orsakaði slíka erfiðleika í umhverfinu?

2.      Hvað olli því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin [WHO] hélt áfram að styðja notkun DDT?