Það er ekki auðvelt að vera grænn [Framhald]
Höfundur: dr. Deborah Allen,
University of Delaware

 3. hluti

Sunnudaginn, 10. desember árið 2000 gerðu embættismenn og fulltrúar 120 landa með sér milliríkjasamning um áframhaldandi notkun DDT til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Fulltrúarnir tóku fram að DDT gegndi sérstöðu meðal þeirra ellefu efna sem annað hvort voru sett á “bannlista” eða “eyðingarlista”. DDT var sett á sérstakan lista yfir “takmarkaða notkun” - háða leyfum. Lönd sem vildu nota DDT urðu að skrá sig á sérstakan DDT lista og það átti að hvetja þau til að gera þróunaráætlun fram í tímann þriðja hvert ár (byggða á grundvelli allra fáanlegra vísindalegra, tæknilegra, umhverfis- og fjárhagslegra upplýsinga) um áframhaldandi þörf á DDT til að koma í veg fyrir sjúkdóma. 

Notið eftirfarandi spurningar til að undirbúa ykkur fyrir næsta tíma: 

1.      Ef þú værir heilbrigðisráðherra í landi þar sem malaría er landlæg, hvað myndir þú leggja til að landið þitt myndi gera til að útrýma sjúkdómnum þegar litið er 10 ár fram í tímann?

2.      Ef þú værir framkvæmdastjóri/formaður “U.S. Department of Health & Human Services” eða sambærilegrar stofnunar í öðru ríki, t.d. Manneldisráðs Íslands hver finnst þér vera efnahagsleg eða siðferðisleg skylda þín - ef einhver er - gagnvart löndum þar sem malaría er landlæg?

3.      Ef þú værir æðsti stjórnandi (Director-General) Alþjóðaheilbrigðismála­stofnunarinnar [WHO] hvaða áætlun myndi stofnunin gera til að hafa hemil á útbreiðslu malaríu þegar litið er 10 ár fram í tímann?

4.      Ef þú gegndir stjórnunarstöðu í alþjóðlegum umhverfisverndarhópi, til hvaða aðgerða myndir þú grípa og/eða hvaða ráðleggingar myndir þú gefa umhverfisverndarráði Sameinuðu þjóðanna [UNEP] varðandi framtíðaráætlanir þegar DDT er annars vegar.

5.      Ef þú værir foreldri ungra barna í landi þar sem malaría er landlæg, hvaða tillögur myndir þú hafa fram að færa til þeirra aðila sem stjórna landinu?