|
||
|
![]() ![]() ![]() ![]() |
Á meðan ég starfaði þar varð ég þess áþreifanlega vör að kennarar og starfsmenn háskólans kunnu afar vel að meta það að geta fengið tæknilega aðstoð á sínum heimaslóðum, annað hvort á skrifstofunni sinni eða heima hjá sér. Í kjölfarið fylgdi svo ráðgjöf símleiðis og/eða í tölvupósti ef með þurfti og hef ég hugsað mér að hafa sama háttinn á nú. Ofangreind reynsla er fyrst og fremst kveikjan að því að mér datt í hug að bjóða upp á þessa nýbreytni þar sem ég hef nú látið af störfum sem fastráðinn kennari. Sinni þó áfram fjarkennslu og stundakennslu í tölvufræðum þegar svo ber undir mér til ánægju og yndisauka enda finnst mér alltaf jafn skemmtilegt og gefandi að kenna. |
|