Þú ert hér





















Stuttmyndir sem sýna nemendahópa að störfum
Groups in Action 
Video Vignettes for Triggering Discussions
On Bringing Out the Best in Groups

Hér má nálgast stuttmyndir um lausnaleitarnám og framvindu þess. Fyrst er nokkuð ítarleg kynning á því hvernig lausnaleitarnám er skipulagt og síðan koma 12 stuttmyndir sem segja frá ýmsum uppákomum í hópstarfinu. Myndböndin eiga uppruna sinn að rekja til Delaware háskóla í Bandaríkjunum. Þar sem um gífurlega stórar skrár er að ræða var tekið það ráð að þjappa þeim saman á kostnað myndgæða. Hljóðið er aftur á móti skýrt enda skiptir það mestu máli hér.

Introduction
Kynning á lausnaleitarnámi og hvað það er helst sem mælir með því að taka það upp. Ennfremur er því lýst í stórum dráttum hvernig námið er skipulagt.
In the beginning
Svipmynd frá því sem gerist á fyrsta fundi hópsins, þ.e. áður en leiðbeinandinn [Tutor] birtist.
This Is a Group Thing... Right?
Hér tekst hópmeðlimum ekki að vinna saman og leiðbeinandinn veit ekki
sitt rjúkandi ráð.
When the Professor's Presence Makes a Difference
Leiðbeinandinn í þessu dæmi nær engu sambandi við hópinn og fær prófessorinn til að koma til hjálpar. Þegar hann kemur ber ekki neitt á neinu.
We Don't Care
Hér gætir áhuga- eða kæruleysis í hópnum. Leiðbeinandinn spyr út í það sem nemendur áttu að vinna að yfir helgina en fátt er um svör.
Dwan's 8 O'clock
Hér kemur fram mikil óánægja innan hópsins vegna þess að einn hópmeðlimur mætir ítrekað of seint. Leiðbeinandinn veit ekki hvernig á að bregðast við.
Chain Reaction of Disorder
Hér gengur allt á afturfótunum og hópurinn er þar að auki kominn í tímahrak.
The Domintor
Hér er lýst vandamálum sem upp koma þegar einn í hópnum yfirtekur stjórnina. Hópmeðlimir lýsa skoðun sinni á málinu hver í sínu lagi. 
I think We Should Get the Professor
Hér ræður leiðbeindandinn ekki neitt við neitt - hópmeðlimir útiloka hann.

Shier Than Shy
Hér eru allir nema einn í hópnum mjög feimnir þar á meðal leiðbeinandinn sjálfur. Viðfangsefnið er barnabókmenntir.

I Want To Be in My Professor's Group
Hér er lýst "uppreisn" eins nemanda í hópnum sem finnst það bæði tilgangslaust og tímafrekt að vinna með fólki sem ekki veit allt um það sem verið er að fjalla um. Viðfangsefnið er lífefnafræði.
Water Striders
Hér er leiðbeinandinn að mæða sig yfir því að fá ekki upp virkari umræður um tiltekna bók sem er til umfjöllunar. Viðfangsefnið er bókmenntir.
Looking for Information
Hér er bent á mikilvægi þess að einskorða sig ekki við Netið í leit að upplýsingum.

________
Heimildir:
GROUPS IN ACTION -
Geisladiskur (2000). University of Delaware.
Birt hér með góðfúslegu leyfi Deborah E. Allen og Harold B. White II, prófessora við UDE. Bæði eru þekktir frumkvöðlar í notkun lausnaleitarnáms.


Upp

© 2000 Þórunn Óskarsdóttir, M.Ed. Allur réttur áskilinn. Vefstjóri
Síðast uppfært: 03.05.2005