Þú ert hér





















Helstu leiðir

  • Nemendur líkir innbyrðis (einsleitir) [Homogeneous]

  • Nemendur ólíkir innbyrðis (sundurleitir) [Heterogenous]

  • Nemendur velja sér hópfélaga sjálfir

  • Kennari velur í hópa samkvæmt fyrirfram ákveðnu kerfi

  • Púslaðferðin

Þegar nemendum er skipt í ólíka hópa innbyrðis [Heterogeneous], getur það leitt til þess að þeir sjái ýmislegt í nýju ljósi, fái nýjar hugmyndir og ávinningur og ábyrgð dreifist jafnt (Michaelson og Black, 1994, tilvitnað eftir White 2001).  

Skýringarmynd 1: Ólíkir/líkir innbyrðis 

Hægt er að skipta nemendum í ólíka hópa innbyrðis (sundurleita hópa) á tvo vegu, annað hvort velja þá saman á fyrirfram ákveðinn hátt eða tilviljanakennt með því að velja þá saman með aðstoð nemendalista eða láta nemendur telja sig saman í kennslustund eins og algengt er að gera. 

Skýringarmynd 2: Séreinkenni

Þegar um fyrirfram ákveðna skiptingu er að ræða er hægt að nálgast upplýsingar úr nemendaskrám um einhvers konar séreinkenni þannig að þau dreifist á milli hópanna t.d. aldur, hve mörg ár í skóla eða á upplýsingum sem nemendur leggja fram svo sem sérstök hæfni á einhverju sviði, stefna að ákveðnu marki, vinnutilhögun, búseta o.s.frv. 

Skýringarmynd 3: Nemendur aðstoða

Samvinnunám getur verið sérstaklega hentugt fyrir nemendur í minnihlutahópum (Fullilove o.fl.1990, tilvitnað eftir Duch o.fl. 2001) en mælt er með því að láta  nemendur sem eru í minnihlutahópum til dæmis  þjóðfélagsþegna í minnihluta eða konur í hefðbundnum karlagreinum ekki einangrast saman í hóp, þannig að hugmyndir þeirra fái að njóta sín innan um hina.

Skýringarmynd 4: Tiltekin atriði ráða

Í lausnaleitarnámi er púslaðferðin notuð á þann hátt að nemendahópur sem telur 20 manns svo tekið sé dæmi er skipt upp í 4ra manna hópa. Hverjum meðlimi hópsins er síðan falið sérstakt hlutverk eftir eðli vandamálsins, til dæmis  umhverfisráðaherra, framkvæmdastjóri Manneldisráðs, talsmaður náttúruverndarsamtaka og talsmaður foreldra. Þeir vinna síðan hver í sínu lagi að því að afla upplýsinga á sínu sviði. Að því loknu eru hóparnir stokkaðir upp á þann hátt að allir umhverfisráðherrarnir fimm  hittast og bera saman bækur sínar, allir talsmenn náttúruverndarsamtaka  hittast o.s.frv. Þegar því ferli er lokið þá fara allir í upprunalega hópinn sinn aftur og miðla því sem þeir hafa orðið áskynja. 

Skýringarmynd 5: Púslaðferðin

Það gefur auga leið að vinnubrögð af þessu tagi, þ.e. púslaðferðin víkkar  sjóndeildarhring nemenda og sparar auk þess tíma og fyrirhöfn við leit að sömu upplýsingum.

Sjá ennfremur vefsetur Eliot Aronson höfundar púslaðferðarinnar Jigsaw Classroom.

_________
Í þessari umfjöllun er stuðst við eftirfarandi gögn:
Duch, Barbara J., Groh, Susan E. og Allen, Deborah E. (2001). The Power of Problem-Based Lerning. Sterling, VA: Stylus Publishing, Inc.
White, Hal, University of Delaware, Institute for Transforming Undergratuate Education: Glærukynning á námskeiðinu Integrating Active Learning with Online Resources 18.-22. júní  2001.


Upp

© 2000 Þórunn Óskarsdóttir, M.Ed. Allur réttur áskilinn. Vefstjóri
Síðast uppfært: 03.05.2005