Greinargerð þessi er hluti meistaraprófsverkefnis til fullnaðar M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með áherslu á tölvu- og upplýsingatækni. Hún er gerð í tengslum við Upplýsingasetur um lausnaleitarnám sem lagt er fram með henni. Verkefnið er 25 einingar.

Verkefnið í heild er lagt fram pappírslaust í formi margmiðlunardisks og vefsvæðis með frjálsum aðgangi fyrir alla. Upplýsingasetrið er hýst á vefslóðinni: www.pbl.is og greinargerðin á vefslóðinni: www.pbl.is/master.

Margmiðlunardiskurinn sem varðveittur er á bókasafni Kennaraháskóla Íslands inniheldur verkefnið í þeirri mynd sem það var þegar það var lagt fram í október 2003. Upplýsingasetrið er hins vegar í stöðugri uppfærslu og er eindregið mælt með því að það sé skoðað á Netinu.

Meistaraprófsverkefnið var unnið undir styrkri leiðsögn dr. Ingvars Sigurgeirssonar, prófessors við Kennaraháskóla Íslands, og Þórunnar Blöndal, lektors í íslensku við sama skóla. Sérfræðingar sem komu að verkinu voru dr. Sólveig Jakobsdóttir, dósent við KHÍ [áætlun um meistaraprófsverkefni] og Jóna Pálsdóttir, deildarstjóri þróunarsviðs menntamálaráðuneytisins [upplýsingasetur]. Prófarkalestur á lokastigi var í höndum Sölva Sveinssonar, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla. Kann ég þeim öllum bestu þakkir fyrir gott samstarf og góð ráð. Eiginmanni mínum, Eiríki Árnasyni, þakka ég ómetanlega aðstoð og stuðning á meðan á framhaldsnámi mínu stóð. 

Reykjavík í október 2003
Þórunn Óskarsdóttir